Fréttir

Sindratorfæran fer fram á Hellu á morgun

Hin árlega Sindratorfæra fer fram við Hellu á morgun, laugardaginn 3. maí og hefst klukkan 10. 29 keppendur eru skráðir til leiks í tveimur flokkum. Nokkrir eru að keppa í sinni fyrstu keppni og aðrir sem hafa verið með í áraraðir og enn aðrir sem eru að koma til baka eftir mislangt hlé. Á meðal keppenda er Íslandmeistarinn Ingvar Jóhannesson auk fimm annarra Íslandsmeistara. Að öðrum ólöstuðum má nefna Gísla Gunnar Jónsson, Snorra Þór Árnason og Þór Þormar Pálsson.

Sindratorfæran fer fram á Hellu á morgun - Skessuhorn