Fréttir

Hvetja til að einfalda lífið með snjallverslun

Það er ýmislegt sem stjórnendur fyrirtækja gera til að koma þeim á framfæri. Nú rétt í þessu barst óvæntur glaðningur inn á ritstjórn Skessuhorns. Stútfull karfa með ferskum og framandi ávöxtum. Þarna voru á ferðinni þau Sigurður Ólafur Oddsson verslunarstjóri Krónunnar á Akranesi og Fanney Kim Du yfirmaður ávaxtadeildar Krónunnar. Voru þau að kynna snjallverslun og heimsendingarþjónustu fyrirtækisins.

Hvetja til að einfalda lífið með snjallverslun - Skessuhorn