
Erill hjá lögreglu
Mikil umferð var í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi síðustu tvær vikur og hafði lögregla afskipti samtals af 176 ökumönnum vegna of hraðs aksturs. Tveir ökumenn eru grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og aðrir tveir grunaðir um ölvun við akstur. Nokkrir ökumenn voru kærðir vegna símanotkunar við aksturinn eða fyrir að nota ekki bílbelti.