
Stjórnsýsluhúsið á Hagamel. Ljósm. arg.
Fundu mikið af nikótínpúðum
Starfsfólk í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar var með árlega vortiltekt síðastliðinn föstudag þar sem hreinsað var rusl í nánasta umhverfi hússins og undirbúningur sumarsins hafinn. Árangur tiltektarinnar var meðal annars sex fullir ruslapokar en þar með talið voru ótal nikótínpúðar sem tíndir voru í kringum körfuboltavöllinn og ærslabelginn á Vinavelli.