Fréttir

true

Helena ráðin íþrótta- og tómstundafulltrúi Grundarfjarðarbæjar

Á fundi bæjarstjórnar Grundarfjarðar 28. apríl sl. voru lagðar fram þær umsóknir sem bárust um starf íþrótta- og tómstundafulltrúa, sem auglýst var 22. mars síðastliðinn. Umsóknarfrestur rann út 2. apríl en alls bárust níu umsóknir. Vinnvinn ráðningar og ráðgjöf voru fengnar til ráðgjafar við úrvinnslu og mat umsókna um starfið. Ráðningarferlið byggði á viðurkenndum aðferðum…Lesa meira

true

Endurskoðað frumvarp um veiðigjald lagt fram á Alþingi

Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um leiðréttingu á veiðigjöldum hefur verið dreift á Alþingi. Frumvarpsdrögin voru birt í samráðsgátt frá 25. mars sl. til 3. apríl sl. Samtals bárust 112 umsagnir frá einstaklingum, fyrirtækjum, hagsmunaaðilum, sveitarfélögum, félagasamtökum og stofnunum. „Meirihluti umsagna var jákvæður gagnvart þeim tillögum sem kynntar voru í drögunum. Frá sveitarfélögum komu nokkrar…Lesa meira

true

Sindratorfæran fer fram á Hellu á morgun

Hin árlega Sindratorfæra fer fram við Hellu á morgun, laugardaginn 3. maí og hefst klukkan 10. 29 keppendur eru skráðir til leiks í tveimur flokkum. Nokkrir eru að keppa í sinni fyrstu keppni og aðrir sem hafa verið með í áraraðir og enn aðrir sem eru að koma til baka eftir mislangt hlé. Á meðal…Lesa meira

true

Fundu mikið af nikótínpúðum

Starfsfólk í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar var með árlega vortiltekt síðastliðinn föstudag þar sem hreinsað var rusl í nánasta umhverfi hússins og undirbúningur sumarsins hafinn. Árangur tiltektarinnar var meðal annars sex fullir ruslapokar en þar með talið voru ótal nikótínpúðar sem tíndir voru í kringum körfuboltavöllinn og ærslabelginn á Vinavelli. Á vef sveitarfélagsins eru íbúar og gestir…Lesa meira

true

Erill hjá lögreglu

Mikil umferð var í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi síðustu tvær vikur og hafði lögregla afskipti samtals af 176 ökumönnum vegna of hraðs aksturs. Tveir ökumenn eru grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og aðrir tveir grunaðir um ölvun við akstur. Nokkrir ökumenn voru kærðir vegna símanotkunar við aksturinn eða fyrir að nota ekki…Lesa meira

true

Hvetja til að einfalda lífið með snjallverslun

Það er ýmislegt sem stjórnendur fyrirtækja gera til að koma þeim á framfæri. Nú rétt í þessu barst óvæntur glaðningur inn á ritstjórn Skessuhorns. Stútfull karfa með ferskum og framandi ávöxtum. Þarna voru á ferðinni þau Sigurður Ólafur Oddsson verslunarstjóri Krónunnar á Akranesi og Fanney Kim Du yfirmaður ávaxtadeildar Krónunnar. Voru þau að kynna snjallverslun…Lesa meira

true

Tillaga að nýju húsnæði á Hvanneyri fyrir slökkvilið

Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum 16. apríl sl. tillögu að nýju húsnæði fyrir Slökkvilið Borgarbyggðar á Hvanneyri. Í henni felst að gerður verður samningur um leigu á liðlega 280 fermetra rými í nýju og vel búnu húsnæði sem mun leysa af hólmi eldra og mun minna húsnæði. Í minnisblaði frá slökkviliðsstjóra kemur fram að…Lesa meira

true

Glerbrot fannst í HaPP súpu sem seld er í Krónunni

Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af HaPP tómat- og basilsúpu frá Icelandic Food Company vegna glerbrots sem fannst í einni krukku. Fyrirtækið hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vöruna. Súpur þessar fást í verslunum Krónunnar um land allt. Eingöngu er verið að innkalla eftirfarandi framleiðslulotu: Vörumerki: HaPP Vöruheiti: Tómat- og basilsúpa Geymsluþol:…Lesa meira

true

Dagforeldri á Akranesi og skipuleggur barnahátíð í Hafnarfirði

Margrét Hlíf Óskarsdóttir er mörgum kunn á Akranesi en hún hefur lengst af starfað sem dagforeldri í bænum. Hún hefur verið búsett á Akranesi í tæp níu ár ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum. Margréti þykir fátt skemmtilegra en skipulagning viðburða. Áhuginn hófst í unglingadeild og óx á framhaldsskólaárunum þar sem hún var ávallt í…Lesa meira