
Margrét hefur starfað sem dagforeldri á Akranesi undanfarin níu ár.
Dagforeldri á Akranesi og skipuleggur barnahátíð í Hafnarfirði
Margrét Hlíf Óskarsdóttir er mörgum kunn á Akranesi en hún hefur lengst af starfað sem dagforeldri í bænum. Hún hefur verið búsett á Akranesi í tæp níu ár ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum. Margréti þykir fátt skemmtilegra en skipulagning viðburða. Áhuginn hófst í unglingadeild og óx á framhaldsskólaárunum þar sem hún var ávallt í nemendaráði. Seinna tók hún að sér stöður í skemmtinefndum á vinnustöðum og bekkjarfulltrúa í skólum barna sinna. Þá hjálpaði hún vinum að skipuleggja viðburði reglulega og leitaði allra leiða til að svala viðburðaskipulags þorstanum.