Fréttir

true

Könnuðu hag og líðan eldra fólks

Félagsvísindastofnun vann að beiðni félags- og húsnæðismálaráðuneytisins greiningu á högum og líðan eldra fólks hér á landi. Niðurstöður greiningarinnar voru kynntar í gær. Um net- og símakönnun var að ræða og spurt um almennt heilbrigði, viðhorf til heilbrigðisþjónustu á Íslandi, aðstoð í daglega lífinu, heimaþjónustu, búsetuhagi, atvinnuhag, fjárhag, félagslega virkni, tölvuvirkni og fleira. Helstu niðurstöður…Lesa meira

true

Cowi flutt af Garðabraut á Breið

Starfsstöð verkfræðistofu Cowi á Akranesi, áður Mannvit, hefur nú flutt starfsemi sína af Garðabraut 2 í Breið nýsköpunarsetur við Bárugötu. „Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að Cowi hefur gengið til liðs við vaxandi samfélag nýsköpunar og frumkvöðlastarfs í Breið nýsköpunarsetri,“ segir í tilkynningu. „Með komu Cowi styrkist fjölbreytileiki og fagþekking innan setursins enn…Lesa meira

true

Góðar horfur í vatnsbúskapnum að mati Landsvirkjunar

„Eftir erfiða byrjun yfirstandandi vatnsárs hefur ræst vel úr að undanförnu. Miðlunarlón Landsvirkjunar standa nú öll mun betur en á horfðist. Við erum áfram háð duttlungum náttúrunnar, en horfur hafa breyst mjög til batnaðar frá því í ársbyrjun,“ segir í tilkynningu. „Vatnsár Landsvirkjunar hefst 1. október og þann dag í fyrra var útlitið ekki bjart.…Lesa meira

true

Hlédís tekur við af Ragnhildi

Hlédís Sveinsdóttir hefur verið fengin til að taka tímabundið við stöðu framkvæmdastjóra Svæðisgarðs Snæfellsness en Ragnhildur Sigurðardóttir, sem hafði verið framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins frá upphafi, hóf störf sem þjóðgarðsvörður Snæfellsjökulsþjóðgarðs í síðasta mánuði. Hlédís hefur komið að nokkrum sérverkefnum fyrir Svæðisgarðinn síðustu ár og þekkir því vel til hinna ýmsu verkefna Svæðisgarðsins.Lesa meira

true

Veðurstofan rifjar upp mannskætt páskahret fyrir 62 árum

Í gær voru 62 ár liðin frá einu mannskæðasta páskahreti fyrr og síðar. Starfsfólk Veðurstofu Íslands rifjar þetta upp: „Veðrið skall skyndilega á eftir miðjan dag á þriðjudegi í dymbilviku, 9. apríl 1963, með hörkufrosti og stormi eftir óvenjumilda tíð. Miklir mannskaðar urðu í hretinu. 18 menn fórust á sjó og fádæma skemmdir urðu á…Lesa meira

true

Kleinur og ljósmyndir í hverri viku

Hópur eldra fólks á Akranesi kemur saman á ljósmyndasafninu á Bókasafni Akraness á miðvikudögum klukkan 10-12. „Þetta er mjög skemmtilegur og líflegur hópur,“ segir Helga Ólöf Óliversdóttir sem sendi Skessuhorni meðfylgjandi myndir. Hún segir að Áki Jónsson komi oft með nýbakaðar kleinur með kaffinu sem kryddi lífið. Það er svo Erla Dís Sigurjónsdóttir félagsfræðingur sem…Lesa meira

true

Fjölmenni á fundi atvinnuvegaráðherra með bændum

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og stjórn Bændasamtaka Íslands luku í gærkvöldi sjö funda ferð um landið með fjölmennum fundi á Hótel Hamri í Borgarnesi. Um 150 manns mættu og fylltu of lítinn sal sem ætlaður var fyrir samkomuna. Tilgangurinn fundarins var að bjóða bændum til samtals um áskoranir og lausnir í landbúnaði. Búvörusamningar renna sitt…Lesa meira

true

Ólsarar unnu öruggan sigur á Smára í Mjólkurbikarnum

Víkingur Ólafsvík tók á móti liði Smára í 2. umferð Mjólkurbikars karla í knattspyrnu í gærkvöldi og var leikurinn á gervigrasvellinum í Ólafsvík. Víkingur spilar í 2. deild á Íslandsmótinu í sumar á meðan Smári spilar í fimmtu og neðstu deild. Fyrir leik var ljóst að sigurliðið myndi mæta Úlfunum í 32-liða úrslitum en þeir…Lesa meira

true

Snæfell jafnaði metin gegn Hamri

Snæfell tók á móti Hamri í Hveragerði í gær í fjórða leik liðanna í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta. Fyrir leikinn var Hamar með 2-1 forystu en vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslit. Þéttsetið var í áhorfendastúkunni í Fjárhúsinu, íþróttahúsi Stykkishólms og mikil spenna. Liðin skiptust á körfum í byrjun leiks…Lesa meira

true

Húsnæðissamvinnufélag stofnað um nemendagarða MB

Í gær var skrifað undir stofnsamning um Nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar hses. Að samningnum standa Brákarhlíð og Menntaskóli Borgarfjarðar með aðkomu Borgarbyggðar og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Með því að stofna húsnæðissamvinnufélag um byggingu nemendagarða fæst stofnframlag til verkefnisins frá ríkinu í gegnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnun auk þess sem sveitarfélagið Borgarbyggð leggur til hluta stofnframlags. Húsnæðissamvinnufélög eru…Lesa meira