Fréttir

true

Sjóvá styður við barna- og unglingastarf GB

Sjóvá og Golfklúbbur Borgarness hafa framlengt samstarfssamning þar sem Sjóvá er einn af aðalstyrktaraðilum klúbbsins. Sjóvá mun sérstaklega styðja við bakið á barna- og unglingastarfi klúbbsins næstu árin. Aðspurð segist Kristín Jónsdóttir, útibússtjóri Sjóvár í Borgarnesi, vera afar ánægð með samstarfið. „Við erum stolt af samstarfinu við Golfklúbb Borgarness þar sem við styrkjum sérstaklega barna-…Lesa meira

true

Heilsuefling fær góða gjöf

Heilsuefling eldri borgara í Grundarfirði fékk veglega gjöf í vikunni. Þá færði Lionsklúbbur Grundarfjarðar þeim handlóð, teygjur og jafnvægismottur að gjöf sem á eftir að nýtast þeim vel á næstu æfingum. Þau biðu ekki boðanna og byrjuðu strax fyrstu æfinguna á að nota handlóðin til að efla styrk og þol og voru heldur betur glöð…Lesa meira

true

Samkeppni um nafn á barnamenningarhátíð

Sameiginleg barnamenningarhátíð allra sveitarfélaga á Vesturlandi verður haldin í fyrsta skipti síðar á þessu ári. Við undirbúning hátíðarinnar er leitað eftir skapandi nafni sem fangar kraft og gleði og getur staðið sem táknmynd menningar barna á Vesturlandi til framtíðar. Sigurvegari keppninnar vinnur pizzaveislu fyrir sinn bekk eða deild á skemmtikvöldi og höfundur nafnsins sem verður…Lesa meira

true

„Ég er svo nýjungagjörn að mér finnst allir staðir geggjaðir“

Hafði aldrei ferðast erlendis þegar hún flutti sautján ára til Púertó Ríkó Andrea Sigrún Hjálmsdóttir ólst upp á Akranesi en flutti þaðan fyrir rúmum þrjátíu árum. Á þeim tíma hefur hún tekið sér ýmislegt fyrir hendur og ferðast heimshorna á milli. 17 ára gömul tók hún stórt stökk og flutti til Púertó Ríkó. Þá hafði…Lesa meira

true

Nokkuð um hraðakstur í vikunni

Í liðinni viku voru höfð afskipti af um 60 ökumönnum vegna of hraðs aksturs í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi. Sá sem hraðast ók mældist á 149 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Tveimur ökumönnum var gert að hætta akstri sökum ölvunar. Börn sáust á reiðhjólum án hjálma og var haft samband við forráðamenn…Lesa meira

true

Foreldrafélag GB styrkir skólann til tækjakaupa

Stjórn Foreldrafélags Grunnskólans í Borgarnesi tók ákvörðun á fundi sínum í mars að styrkja skólann um 250.000 kr. eftir að beiðni barst frá starfsfólki skólans um aðstoð við tækjakaup. „Mikill hugur er í sveitarfélaginu Borgarbyggð að uppfæra allan tæknibúnað skólans og veitti sveitarstjórn grunnskólanum auka fjárveitingu að upphæð 16 milljónir króna í desember síðastliðnum. Foreldrafélagið…Lesa meira

true

Atvinnuvegaráðherra á í kvöld orðastað við bændur

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra lýkur í kvöld fundaröð sem hún hefur verið í ásamt Bændasamtökum Íslands á nokkrum stöðum á landsbyggðinni. Tilgangurinn er að bjóða bændum til samtals um áskoranir og lausnir í landbúnaði. „Áskoranir eru margar í landbúnaði í dag, ekki einungis á Íslandi heldur einnig í því alþjóðasamfélagi sem við tilheyrum,“ segir atvinnuvegaráðherra.…Lesa meira

true

Keppt í skeiði og tölti á lokakvöldi Vesturlandsdeildarinnar

Lokamót Vesturlandsdeildarinnar í hestaíþróttum fór fram í Faxaborg í gærkvöldi. Keppt var í tölti og skeiði í gegnum höllina og var mikil spenna i loftinu þar sem mjög mjótt var á munum í bæði einstaklings- og liðakeppninni. Það fór svo þannig að Guðmar Þór Pétursson skaust fram úr keppinautum sínum eftir góða skeiðspretti og náði…Lesa meira

true

Næturhreinsun í göngunum

Vegna þrifa verður fylgdarakstur í gegnum Hvalfjarðargöngin aðfararnætur 10. og 11. apríl frá miðnætti til klukkan 06:30. Umferð er stöðvuð við gangamunna uns fylgdarbíll kemur en vegfarendur eru beðnir um að aka með gát þar sem flughálka getur myndast við enda ganganna.Lesa meira

true

Lionsklúbbur Akraness heldur áfram að styrkja sjúkrahúsið

Í gærkvöldi komu félagar í Lionsklúbbi Akraness saman í matsal Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi. Auk hefðbundins fundar afhenti klúbburinn HVE á Akranesi veglegar gjafir. Gefinn var svokallaður vaktari af gerðinni Carescape Canvas, blöðruskanni og tvö fullbúin sjúkrarúm sem verða sett á fæðinga- og kvensjúkdómadeildina. Verðmæti þessara gjafa er um fimm milljónir króna. Þá kom fram…Lesa meira