Fréttir
Hanna Katrín Friðriksson.

Atvinnuvegaráðherra á í kvöld orðastað við bændur

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra lýkur í kvöld fundaröð sem hún hefur verið í ásamt Bændasamtökum Íslands á nokkrum stöðum á landsbyggðinni. Tilgangurinn er að bjóða bændum til samtals um áskoranir og lausnir í landbúnaði. „Áskoranir eru margar í landbúnaði í dag, ekki einungis á Íslandi heldur einnig í því alþjóðasamfélagi sem við tilheyrum,“ segir atvinnuvegaráðherra. „Til að finna megi raunhæfar lausnir er nauðsynlegt að eiga samtal við bændur úr öllum búgreinum á landsvísu og fræðast um þeirra stöðu.“ Fundurinn hér á Vesturlandi verður í kvöld kl. 20:00 á Hótel Hamri í Borgarnesi.