Fréttir

true

Körfuboltinn er búinn að gefa manni mikið

Rætt við Jón Þór Þórðarson um uppgang körfuboltans á Akranesi ÍA spilar á næsta tímabili í efstu deild karla í körfubolta, Bónus deildinni. Fyrrum leikmaður, þjálfari, sjálfboðaliði og almennur stuðningsmaður er Jón Þór Þórðarson en hann lék á árum áður með ÍA, hefur þjálfað ýmsa flokka og hefur verið virkur stuðningsmaður körfuboltans á Akranesi um…Lesa meira

true

Kvöldstund á 78 snúningum

Þriðjudaginn 15. apríl kl. 20 mun Trausti Jónsson veðurfræðingur og lífskúnstner og tónskáldið Ingi Garðar Erlendsson leiða gesti á Sögulofti Landnámsseturs í Borgarnesi inn í heim 78 snúninganna. „Hver man eftir 78 snúninga plötunum? Ekki margir. Og hverjir hafa hlustað á tónlist af 78 snúninga plötum? Heldur ekki margir. Þeir munu ræða um íslensku 78-snúninga…Lesa meira

true

Vesturlandssýning í Faxaborg á laugardaginn

Stórsýning vestlenskra hestamanna fer fram í Faxaborg í Borgarnesi laugardaginn 12. apríl. Glæsihross munu koma þar fram og gleðja augað og má m.a. nefna ræktunarbú og kynbótahross af svæðinu, afkvæmasýningu stóðhesta auk skeið- og keppnishrossa úr landshlutanum. Þá munu börn og unglingar leika listir sínar. Miðasala er hafin og skora aðstandendur sýningarinnar á hestamenn að…Lesa meira

true

Svava Lydia komin í leitirnar

Svava Lydia, sem lögreglan á Vesturlandi lýsti eftir, er fundin. Fram kemur á visir.is að samkvæmt upplýsingum frá móður hennar er Svava Lydia nú komin í leitirnar. „Hún er fundin,“ segir móðir hennar og er að vonum fegin. Svava Lydia er enn sem komið er stödd á Spáni.Lesa meira

true

Héraðsþing HSH var haldið í Grundarfirði

Héraðssamband Snæfells- og Hnappadalssýslu hélt 84. héraðsþing sitt í Samkomuhúsi Grundarfjarðar í gær. Þar var farið yfir árskýrslu og ársreikninga áður en veittar voru viðurkenningar. Fyrstur steig Hafsteinn Pálsson formaður heiðursráðs ÍSÍ í pontu og veitti þeim Jóni Pétri Péturssyni frá Skotgrund og Ólafi Tryggvasyni frá hesteigendafélaginu Snæfellingi silfurmerki ÍSÍ og svo var Tryggvi Gunnarsson…Lesa meira

true

Bjarteyjarsandur og Hótel Reykholt hljóta viðurkenningu

Hvatningarverðlaun CIE Tours til framúrskarandi fyrirtækja í ferðaþjónustu voru nýverið veitt við hátíðlega athöfn á veitingastaðnum Höfninni í Reykjavík. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt hér á landi en þau fara fram árlega bæði í Bretlandi og á Írlandi. Fosshótel Reykholt í Borgarfirði og Bjarteyjarsandur Farm í Hvalfjarðarsveit hlutu sérstaka viðurkenningu (Icelandic…Lesa meira

true

Arnar sigurvegari U-18 í pílu

Það var stór dagur hjá Pílufélagi Akraness á sunnudaginn þegar fyrsta Akranes meistaramót U-18 fór fram í aðstöðu félagsins á Vesturgötunni. Mörg flott tilþrif sáust og eitt er víst að framtíðin er björt í pílunni á Skaganum. Spilað var í tveimur riðlum og svo beinn útsláttur. Það var Arnar Gunnarsson sem stóð uppi sem sigurvegari…Lesa meira

true

Lítilsháttar hagnaður sveitarsjóðs

Rekstrartekjur Dalabyggðar á árinu 2024 námu 1.204 millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 1.140 millj. kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 46 milljónir króna en rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um tvær milljónir. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2024 nam 1.060 millj.…Lesa meira

true

Lýsa eftir Svövu Lydiu

Lögreglan á Vesturlandi lýsir eftir Svövu Lydiu Sigmundsdóttur. Síðast er vitað af ferðum hennar á Torreveja svæðinu á Spáni föstudaginn 4. apríl síðastliðinn. Svava er 33 ára, mjög grönn, með svart sítt hár og ljósan topp. Eru þeir sem kunna að hafa upplýsingar um ferðir hennar eða dvalarstað eftir 4. apríl, beðnir að setja sig…Lesa meira

true

Kynning á miðbæjarreit í Grundarfirði

Síðastliðinn miðvikudag var opinn fundur í Samkomuhúsi Grundarfjarðar. Þar héldu þær Björg Ágústsdóttir og Nanna Vilborg Harðardóttir kynningu á miðbæjarreitnum í Grundarfirði. Um er að ræða fjórar lóðir sem búið er að auglýsa fyrir uppbyggingu til að bæta miðbæinn. Þær Björg og Nanna héldu smá kynningu ásamt Sigurði Val Ásbjarnarsyni byggingafulltrúa sem var í fjarfundarbúnaði.…Lesa meira