
Fulltrúar Bjarteyjarsandur Farm taka á móti verðlaunum.
Bjarteyjarsandur og Hótel Reykholt hljóta viðurkenningu
Hvatningarverðlaun CIE Tours til framúrskarandi fyrirtækja í ferðaþjónustu voru nýverið veitt við hátíðlega athöfn á veitingastaðnum Höfninni í Reykjavík. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt hér á landi en þau fara fram árlega bæði í Bretlandi og á Írlandi. Fosshótel Reykholt í Borgarfirði og Bjarteyjarsandur Farm í Hvalfjarðarsveit hlutu sérstaka viðurkenningu (Icelandic Merit Award Winners) frá CIE Tours. Verðlaun eru veitt í fimm flokkum en þeir aðilar sem skora hæst í ánægju viðskiptavina hljóta gullverðlaun. Sérstök viðurkenning er einnig veitt þeim sem hlutu yfir 90% ánægju meðal viðskiptavina.