Fréttir

Lýsa eftir Svövu Lydiu

Lögreglan á Vesturlandi lýsir eftir Svövu Lydiu Sigmundsdóttur. Síðast er vitað af ferðum hennar á Torreveja svæðinu á Spáni föstudaginn 4. apríl síðastliðinn. Svava er 33 ára, mjög grönn, með svart sítt hár og ljósan topp. Eru þeir sem kunna að hafa upplýsingar um ferðir hennar eða dvalarstað eftir 4. apríl, beðnir að setja sig í samband við lögregluna á Vesturlandi í gegnum netfangið vesturland@logreglan.is