Fréttir
F.v. Örlygur Stefánsson formaður áhaldakaupasjóðs Lionsklúbbsins, Hulda Gestsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar, Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir forstjóri HVE, Sigrún Guðný Pétursdóttir deildarstjóri slysa- og göngudeildar og Jón Smári Svavarsson formaður Lionsklúbbs Akraness. Ljósm. mm

Lionsklúbbur Akraness heldur áfram að styrkja sjúkrahúsið

Í gærkvöldi komu félagar í Lionsklúbbi Akraness saman í matsal Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi. Auk hefðbundins fundar afhenti klúbburinn HVE á Akranesi veglegar gjafir. Gefinn var svokallaður vaktari af gerðinni Carescape Canvas, blöðruskanni og tvö fullbúin sjúkrarúm sem verða sett á fæðinga- og kvensjúkdómadeildina. Verðmæti þessara gjafa er um fimm milljónir króna. Þá kom fram að klúbburinn hefur einnig ákveðið að færa Höfða, dvalar- og hjúkrunarheimili, eitt vel búið sjúkrarúm að gjöf. Verður það afhent í næstu viku.

Lionsklúbbur Akraness heldur áfram að styrkja sjúkrahúsið - Skessuhorn