Fréttir

true

Góður sigur Snæfells á KV

Hann varð aldrei spennandi leikurinn í 1. deild kvenna í körfuknattleik þegar Snæfell mætti liði KV úr vesturbæ höfuðborgarinnar í Stykkishólmi í gærkvöldi.  Til þess voru yfirburðir Snæfells of miklir strax í upphafi. Að loknum fyrsta leikhluta var staðan 19-6 og í hálfleik var staðan 36-26. Í þriðja leikhluta jókst forskot Snæfells en í þeim…Lesa meira

true

Voru án rafmagns síðdegis í gær

Rafmagnsbilun varð síðdegis í gær í Reykholtsdal og Hálsasveit í Borgarfirði. Nokkurn tíma tók að finna bilun og gera við, en rafmagn var komið á að nýju á tólfta tímanum um kvöldið, samkvæmt tilkynningu frá Rarik.Lesa meira

true

Endurvinnsla á saltgjalli og gjallsandi þarfnast ekki umhverfismats

Skipulagsstofnun hefur ákveðið að endurvinnsla á saltgjalli og gjallsandi á Grundartanga sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif samkvæmt viðmiði laga og því sé framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Það var fyrirtækið Alur álvinnsla sem óskaði eftir áliti Skipulagsstofnunar. Fyrirtækið hefur endurunnið álgjall á Grundartanga frá árinu 2012 og…Lesa meira

true

Greitt útsvar hækkar mest í Skorradalshreppi

Greitt útsvar fyrstu ellefu mánuði nýliðins árs hækkaði mest hjá Skorradalshreppi eða um 22,2% miðað við sömu mánuði ársins 2024. Þetta kemur fram í staðgreiðsluyfirliti til sveitarfélaga. Á sama tíma hækkaði greitt útsvar á landinu öllu um 9%. Greitt útsvar til fimm annarra sveitarfélaga á Vesturlandi hækkaði meira en landsmeðaltal á sama tíma. Í Hvalfjarðarsveit…Lesa meira

true

Fiskrækt verði stunduð með ábyrgum hætti

Atvinnuvegaráðuneytið hefur kynnt í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um lax- og silungsveiði og fiskrækt. Í tilkynningu í samráðsgátt kemur fram að lagðar séu til breytingar á ákveðnum þáttum er lúta að verulegu leyti að fiskrækt en einnig eru skilgreiningar og hugtök einfölduð og samræmd. Fram kemur að fiskrækt…Lesa meira

true

Fjórar fuglategundir metnar í bráðri útrýmingarhættu á Íslandi

Fjórar fuglategundir eru að mati Náttúrufræðistofnunar í bráðri útrýmingarhættu á Íslandi. Þetta kemur fram nýju riti Náttúrufræðistofnunar, Válisti fugla 2025, sem birt hefur verið á vef stofnunarinnar. Megintilgangur með útgáfunni er að draga fram hvaða tegundir eru í útrýmingarhættu hér á landi og veita upplýsingar sem styðja við aðgerðir til verndar náttúrunni. Válistinn er unninn…Lesa meira

true

Mestum afla landað í Rifi á liðnu ári

Á nýliðnu ári var 60.630 tonnum af sjávarfangi landað í höfnum á Vesturlandi. Er það 1,7% aukning í magní frá árinu 2024 þegar 59.570 tonnum var landað. Mestum afla var landað í Rifi; 21.083 tonnum sem er 9,5% aukning frá árinu á undan. Í Grundarfirði var landað 16.518 tonnum sem er 5,4% aukning á milli…Lesa meira

true

Opinber þjónusta vegur þyngst á Vesturlandi

Líkt og í öðrum landshlutum vegur stjórnsýsla, fræðsla, heilbrigðis- og félagsþjónusta þyngst í hlutdeild atvinnugreina í atvinnutekjum ársins 2024. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Byggðastofnunar. Hlutfallið var 32%. Þar á eftir kemur framleiðsla án fiskvinnslu með 18%, fiskveiðar og -vinnsla skila 12%, byggingastarfsemi 8%, verslun og viðgerðir skila 7%, gisti- og veitingarekstur er með…Lesa meira

true

Hefja átak í bólusetningu drengja fæddir 2008-2010

Sóttvarnalæknir er að hefja átak um bólusetningu drengja hér á landi sem fæddir eru árin 2008-2010 og verður bólusetning þessara árganga gjaldfrjáls í vetur. Í tilkynningu kemur fram að sýnt hafi verið fram á að HPV bólusetning er mikilvæg leið til að fækka krabbameinstilfellum. „Bólusetning gegn HPV veirunni hófst hér á landi árið 2011, fyrst…Lesa meira