Anna Soffía var atkvæðamest heimakvenna í leiknum. Ljósm. úr safni/Bæring Nói

Góður sigur Snæfells á KV

Hann varð aldrei spennandi leikurinn í 1. deild kvenna í körfuknattleik þegar Snæfell mætti liði KV úr vesturbæ höfuðborgarinnar í Stykkishólmi í gærkvöldi.  Til þess voru yfirburðir Snæfells of miklir strax í upphafi. Að loknum fyrsta leikhluta var staðan 19-6 og í hálfleik var staðan 36-26. Í þriðja leikhluta jókst forskot Snæfells en í þeim fjórða tókst liði KV örlítið að klóra í bakkann. Leiknum lauk samt með öruggum sigri Snæfells sem skoraði 71 stig gegn 55 stigum gestanna.