Fréttir

true

Miðflokkurinn mælist stærstur í Norðvesturkjördæmi

Samkvæmt nýrri könnun Gallup, sem unnin er fyrir RUV á landsvísu, er mikil hreyfing á fylgi flokka. Stærstu tíðindin eru einkum þau að Miðflokkur er að bæta við sig fylgi og Viðreisn að tapa. Samfylking er sem fyrr stærsti flokkurinn. Stjórnin heldur velli samkvæmt könnuninni með minnsta mun eða 32 þingmenn. Ef könnunin er brotin…Lesa meira

true

Ríflega sjötíu þúsund farþegar með skemmtiferðaskipum til Vesturlands

Á árinu sem nú er að enda komu alls 71.730 farþegar með skemmtiferðaskipum til hafna á Vesturlandi í 87 skipakomum. Útgerðir skipanna skiluðu tæpum 135 milljónum í hafnargjöld á árinu og rann langmestur hluti þeirra til Grundarfjarðar. Þetta kemur fram í nýrri samantekt samtakanna Cruise Iceland. Flestar voru skipakomurnar til Grundarfjarðar eða 75 talsins og…Lesa meira

true

Mannslát í Borgarnesi

Maður á fimmtugsaldri fannst látinn utandyra í Borgarnesi á öðrum degi jóla. Fréttavefur Ríkisútvarpsins greindi frá. Vísað er til þess að Lögreglan á Vesturlandi segi ekkert benda til þess að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Beðið væri niðurstöðu krufningar til að staðfesta dánarorsök. Samkvæmt frétt RUV var maðurinn af erlendu bergi brotinn en bjó…Lesa meira

true

Lenti utan vegar í glærahálku

Fljúgandi hálka var á vegum í Borgarfirði í gær. Samhliða þoku tók að frysta og þá var ekki að sökum að spyrja með færð. Bifreiðin á meðfylgjandi mynd ók á vegskilti við krossgötur í Skorradal skömmu fyrir hádegi í gær og hafnaði utan vegar. Fernt var í bílnum og var fólkið flutt undir læknishendur og…Lesa meira

true

Mikilvægar upplýsingar fyrir dýraeigendur fyrir áramótin

Matvælastofnun vill minna á að flugeldar og önnur skoteldanotkun getur valdið dýrum miklum ótta og jafnvel ofsahræðslu. Hjá mörgum dýrum byggist hræðslan upp með tímanum og getur versnað frá ári til árs ef ekki er brugðist við. Mikilvægt er að dýraeigendur undirbúi dýrin sín vel og geri viðeigandi ráðstafanir til að draga úr vanlíðan og…Lesa meira

true

Hlaðið í mikinn bálköst á Breiðinni

Í morgun hófst vinna við að hlaða bálköst á Breiðinni í Rifi. Kveikt verður í brennunni klukkan 18 að kvöldi gamlársdags. Björgunarsveitin Lífsbjörg mun svo bjóða viðstöddum upp á glæsilega flugeldasýningu. Eins og sjá má gekk vinna vel í dag við að hlaða á væntanlega brennu, undir styrkri stjórn brennustjórans Hjálmars Kristjánssonar. Meðfylgjandi mynd er…Lesa meira

true

Leiðarmerki við Lambhúsasund verði aflögð

Yfirhafnsögumaður Faxaflóahafna hefur lagt það til að leitað verði til Vegagerðarinnar og Samgöngustofu til að fá heimild til að leggja niður leiðarmerki að Viðgerðarbryggju við Lambúsasund á Akranesi. Í minnisblaði sem Gísli Jóhann Hallsson yfirhafnsögumaður sendi stjórn Faxaflóahafna kemur fram að Lambhúsasund sé það sund sem notað var til að sigla bátum að skipasmíðastöð Þorgeirs…Lesa meira

true

Vinningshafar í lógó-hönnunarsamkeppni Peatland LIFEline

Verkefnið Peatland LIFEline efndi til hönnunarsamkeppni á dögunum til að finna lógó sem fangar anda íslensks votlendis – endurheimt og tengingu við náttúruna. Samkeppnin var opin nemendum í hönnun og byggði á frumlegum hugmyndum sem sprottnar voru upp úr 24 uppástungum sem börn og unglingar teiknuðu á Vísindavöku 2025. Hver þátttakandi gat sent inn tvær…Lesa meira

true

Segir nánast öruggt að hitamet desember verði slegið í Stykkishólmi

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur skrifar að nú þegar aðeins þrír dagar er eftir af árinu standi meðalhitinn í Stykkishólmi í desember um þremur stigum yfir meðallagi. „Líklega endar árshitinn í Stykkishólmi í 5,7°C. Það yrði 0,2 stigum yfir fyrra meti frá 2016. Á listanum yfir tíu hæstu gildi árshitans eru 6 frá þessari öld, fjögur frá…Lesa meira

true

Ýmsar leiðbeiningar vegna notkunar flugelda

Flugeldar eru órjúfanlegur hluti áramótanna hjá mörgum. Að jafnaði er skotið upp mörg hundruð tonnum um hver áramót. Megninu er skotið upp á tveimur klukkustundum og vill þá stundum verða handagangur í öskjunni. Á hverju ári verða slys af völdum flugelda í kringum áramót. Karlmenn á miðjum aldri, sem hafa haft áfengi um hönd, eru…Lesa meira