Miðflokkurinn mælist stærstur í Norðvesturkjördæmi

Samkvæmt nýrri könnun Gallup, sem unnin er fyrir RUV á landsvísu, er mikil hreyfing á fylgi flokka. Stærstu tíðindin eru einkum þau að Miðflokkur er að bæta við sig fylgi og Viðreisn að tapa. Samfylking er sem fyrr stærsti flokkurinn. Stjórnin heldur velli samkvæmt könnuninni með minnsta mun eða 32 þingmenn.