Borgarnes. Ljósm. mm.

Mannslát í Borgarnesi

Maður á fimmtugsaldri fannst látinn utandyra í Borgarnesi á öðrum degi jóla. Fréttavefur Ríkisútvarpsins greindi frá. Vísað er til þess að Lögreglan á Vesturlandi segi ekkert benda til þess að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Beðið væri niðurstöðu krufningar til að staðfesta dánarorsök. Samkvæmt frétt RUV var maðurinn af erlendu bergi brotinn en bjó hér á landi.