
Frá Stykkishólmi. Ljósm. gj
Segir nánast öruggt að hitamet desember verði slegið í Stykkishólmi
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur skrifar að nú þegar aðeins þrír dagar er eftir af árinu standi meðalhitinn í Stykkishólmi í desember um þremur stigum yfir meðallagi. „Líklega endar árshitinn í Stykkishólmi í 5,7°C. Það yrði 0,2 stigum yfir fyrra meti frá 2016. Á listanum yfir tíu hæstu gildi árshitans eru 6 frá þessari öld, fjögur frá hlýindatímabilinu framan af síðustu öld og ekkert frá 19. öldinni,“ segir Einar og vísar þar til upphafs veðurmælinga í Stykkishólmi árið 1845.