
Utan vegar í Skorradal. Ljósm. pd
Lenti utan vegar í glærahálku
Fljúgandi hálka var á vegum í Borgarfirði í gær. Samhliða þoku tók að frysta og þá var ekki að sökum að spyrja með færð. Bifreiðin á meðfylgjandi mynd ók á vegskilti við krossgötur í Skorradal skömmu fyrir hádegi í gær og hafnaði utan vegar. Fernt var í bílnum og var fólkið flutt undir læknishendur og þar af einn á sjúkrahús. Bíllinn er skráður í eigu bílaleigu og var ekki á nagladekkjum.
Ath! Fréttin hefur verið uppfærð