
Vasco da Gama var síðasta skemmtiferðaskip ársins í Grundarfirði, kom undir lok október. Farþegi af skipinu gengur hér frá borði á meðan ljósum prýtt skipið speglaðist í bryggjugólfinu. Ljósm. úr safni/tfk
Ríflega sjötíu þúsund farþegar með skemmtiferðaskipum til Vesturlands
Á árinu sem nú er að enda komu alls 71.730 farþegar með skemmtiferðaskipum til hafna á Vesturlandi í 87 skipakomum. Útgerðir skipanna skiluðu tæpum 135 milljónum í hafnargjöld á árinu og rann langmestur hluti þeirra til Grundarfjarðar. Þetta kemur fram í nýrri samantekt samtakanna Cruise Iceland.