Hlaðið í mikinn bálköst á Breiðinni

Í morgun hófst vinna við að hlaða bálköst á Breiðinni í Rifi. Kveikt verður í brennunni klukkan 18 að kvöldi gamlársdags. Björgunarsveitin Lífsbjörg mun svo bjóða viðstöddum upp á glæsilega flugeldasýningu. Eins og sjá má gekk vinna vel í dag við að hlaða á væntanlega brennu, undir styrkri stjórn brennustjórans Hjálmars Kristjánssonar. Meðfylgjandi mynd er af vef Snæfellsbæjar.