Fréttir

true

Ísland mun ekki taka þátt í Eurovisjon 2026

Ákveðið var í dag að Ísland verður ekki meðal þátttökulanda í evrópsku söngvakeppninni sem fram fer í Austurríki 16. maí í vor. Það ákvað stjórn RUV í dag eftir að fjölmargir höfðu hvatt til sniðgöngu í ljósi þátttöku Ísraels í keppninni. Söngvakeppnin að þessu sinni verður sú sjötugasta frá upphafi. Undanúrslit verða 12. og 14.…Lesa meira

true

Héldu Pálínuboð á vinnustaðnum

Í hádeginu í dag var svokallað Pálínuboð hjá fólkinu sem hefur vinnuaðstöðu í Breið, nýsköpunarsetri á Akranesi. Þar starfa nokkrir tugir einstaklinga og þykir við hæfi að af og til sé samhristingur til að kynnast betur fólkinu undir sama þaki. Undanfarið hafa verið nokkur mannaskipti í húsinu og var tækifæri nýtt til að fólk kynnti…Lesa meira

true

Lýsa alvarlegum áhyggjum vegna byggðakvóta

Stjórn Sóknarhóps Vestfjarðastofu hefur sent frá sér harða gagnrýni á nýja reglugerð stjórnvalda um ráðstöfun byggðakvóta og varar við alvarlegum afleiðingum hennar fyrir atvinnulíf í fjórðungnum. Í minnisblaði til þingmanna og sveitarstjórnarfólks kemur fram að breytingarnar kippa stoðunum undan litlum og meðalstórum sjávarútvegsfyrirtækjum, ógna heilsársstörfum og grafa undan byggðafestu á Vestfjörðum. „Reglugerðin, sem kynnt var…Lesa meira

true

Gul viðvörun á Vesturlandi á morgun

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á Vesturlandi á morgun. Við Faxaflóa er gul viðvörun og varasamt ferðaveður frá kl. 10-14 á morgun. Þá er gert ráð fyrir austa 15-23 m/s og vindhviðum staðbundið yfir 35 m/s, hvassast í vindstrengjum við fjöll t.d. við Hafnarfjall og á Kjalarnesi. Við Breiðafjörð er spáð norðaustan 18-23 m/s…Lesa meira

true

Dvalarheimilið Fellaskjól fær veglega gjöf

Forsvarsmenn Kvenfélagsins Gleym mér ei og Lionsklúbbs Grundarfjarðar komu færandi hendi á Dvalarheimilið Fellaskjól í gær. Þá fékk dvalarheimilið nýjan Carendo rafknúinn sturtustól að gjöf. Hann leysir af hólmi eldri stól sem kominn var til ára sinna. Nýi stóllinn er mikil búbót fyrir heimilismenn og starfsmenn. Hægt er að hækka hann upp þannig að ekki…Lesa meira

true

Breytt tekjuáætlun Skorradalshrepps

Sveitarstjórn Skorradalshrepps samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær fjárhagsáætlun fyrir árið 2026. Gangi sameining við Borgarbyggð eftir verður þetta síðasta fjárhagsáætlun hreppsins. Tekjuáætlun endurspeglar það sem í vændum er fyrir íbúa þar sem álagning útsvars og fasteignagjalda hefur verið samræmd álagningarstuðlum Borgarbyggðar. Tekjur af útsvari hækka um tæp 29% á milli ára en tekjur…Lesa meira

true

Dagur sjálfboðaliðans – Takk sjálfboðaliðar á Vesturlandi!

Á Íslandi er fjölbreytt starfsemi borin uppi af eljusömu fólki sem gefur tíma sinn, kraft og þekkingu í formi sjálfboðaliðastarfs. Sjálfboðaliðar eru burðarliðir í góðgerðarfélögum, björgunarsveitum, ýmsu menningarstarfi, félagasamtökum og íþróttastarfi og án þeirra myndi margt sem við eigum það til að taka sem gefnu einfaldlega ekki verða að veruleika. Dagur sjálfboðaliðans, sem er 5.…Lesa meira

true

Kornuppskera var með allra mesta móti

LANDIÐ: Atvinnuvegaráðherra hefur úthlutað styrkjum sem nema 76,7 milljónum króna til kornbænda. Stuðningurinn er veittur til framleiðslu á þurrkuðu korni sem uppfyllir tilteknar gæðakröfur og er einn þáttur aðgerðaáætlunarinnar „Bleikir akrar“ þar sem gert er ráð fyrir að verja um tveimur milljörðum króna til átaks í kornrækt á árunum 2024-2028. Þetta er í fyrsta sinn…Lesa meira

true

Umboðsmaður Alþingis vill úrbætur í fangageymslum á Vesturlandi

Í nýrri skýrslu Umboðsmanns Alþingis vegna eftirlits með fangageymslum á Vesturlandi er bent á ýmislegt sem færa þurfi til betri vegar. Þetta er fimmta heimsókn umboðsmanns í fangageyslur lögreglu og eru ábendingarnar nú og tilmæli áþekkar því sem komið hefur fram í fyrri skýrslum umboðsmanns vegna heimsókna í fangageymslur. Fangaklefar á lögreglustöðinni í Borgarnesi henta…Lesa meira

true

Framlengja afslátt af gatnagerðargjöldum

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar ákvað á fundi sínum á dögunum að framlengja afslátt þann sem veittur hefur verið af gatnagerðargjöldum í sveitarfélaginu. Afslátturinn nemur 80% af gatnagerðargjöldum íbúðarhúsnæðis í þéttbýli sveitarfélagsins og 50% af gatnagerðargjöldum iðnaðarhúsnæðis í þéttbýli. Í samþykkt bæjarstjórnarinnar segir að lækkun gatnagerðargjaldsins feli í sér mikinn sparnað fyrir húsbyggjendur og standi vonir til að…Lesa meira