Afli kominn í land. Ljósm. ruv.i

Lýsa alvarlegum áhyggjum vegna byggðakvóta

Stjórn Sóknarhóps Vestfjarðastofu hefur sent frá sér harða gagnrýni á nýja reglugerð stjórnvalda um ráðstöfun byggðakvóta og varar við alvarlegum afleiðingum hennar fyrir atvinnulíf í fjórðungnum. Í minnisblaði til þingmanna og sveitarstjórnarfólks kemur fram að breytingarnar kippa stoðunum undan litlum og meðalstórum sjávarútvegsfyrirtækjum, ógna heilsársstörfum og grafa undan byggðafestu á Vestfjörðum.