Breytt tekjuáætlun Skorradalshrepps

Sveitarstjórn Skorradalshrepps samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær fjárhagsáætlun fyrir árið 2026. Gangi sameining við Borgarbyggð eftir verður þetta síðasta fjárhagsáætlun hreppsins. Tekjuáætlun endurspeglar það sem í vændum er fyrir íbúa þar sem álagning útsvars og fasteignagjalda hefur verið samræmd álagningarstuðlum Borgarbyggðar. Tekjur af útsvari hækka um tæp 29% á milli ára en tekjur af fasteignasköttum lækka hins vegar um rúm 11%.