Umboðsmaður Alþingis vill úrbætur í fangageymslum á Vesturlandi

Í nýrri skýrslu Umboðsmanns Alþingis vegna eftirlits með fangageymslum á Vesturlandi er bent á ýmislegt sem færa þurfi til betri vegar. Þetta er fimmta heimsókn umboðsmanns í fangageyslur lögreglu og eru ábendingarnar nú og tilmæli áþekkar því sem komið hefur fram í fyrri skýrslum umboðsmanns vegna heimsókna í fangageymslur.