
Héldu Pálínuboð á vinnustaðnum
Í hádeginu í dag var svokallað Pálínuboð hjá fólkinu sem hefur vinnuaðstöðu í Breið, nýsköpunarsetri á Akranesi. Þar starfa nokkrir tugir einstaklinga og þykir við hæfi að af og til sé samhristingur til að kynnast betur fólkinu undir sama þaki. Undanfarið hafa verið nokkur mannaskipti í húsinu og var tækifæri nýtt til að fólk kynnti sig, segði hvað það starfaði við og frá leyndum hæfileikum. Allir lögðu til veitingar á hlaðborðið og margt áhugavert sem boðið var upp á.