Gul viðvörun á Vesturlandi á morgun

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á Vesturlandi á morgun. Við Faxaflóa er gul viðvörun og varasamt ferðaveður frá kl. 10-14 á morgun. Þá er gert ráð fyrir austa 15-23 m/s og vindhviðum staðbundið yfir 35 m/s, hvassast í vindstrengjum við fjöll t.d. við Hafnarfjall og á Kjalarnesi.

Við Breiðafjörð er spáð norðaustan 18-23 m/s og varasömu ferðaveðri. Vindhviður geta farið staðbundið yfir 35 m/s.