Fréttir

true

Snæfell beið lægri hlut gegn ÍR

Lið Snæfells í 1. deild körfuknattleiks kvenna mætti ÍR í Skógarseli í Breiðholti á laugardaginn. Leikurinn var nokkuð jafn á köflum en frumkvæðið var oftar í höndum leikmanna ÍR. Að loknum fyrsta leikhluta var staðan 16-11 og í hálfleik var staðan 28-21 og leiknum lauk með sigri ÍR sem skoraði 64 stig gegn 57 stigum…Lesa meira

true

Svikapóstur sendur út í morgun í nafni starfsmanns Skessuhorns

Nýlega var brotist inn í tölvupóst hjá einum starfsmanni Skessuhorns. Í morgun voru síðan sendir út tæplega 700 svikapóstar í nafni Anítu Lísu Svansdóttur auglýsingastjóra Skessuhorns með viðfestri skrá. Viðtakendum er bent á að opna þessar skrár ALLS EKKI. Ráðlagt er að eyða þessum póstum og tilkynna jafnframt atvikið til tæknideildar hjá móttakanda eða viðkomandi…Lesa meira

true

Björgunarfélag Akraness kannar kaup á Gísla Jóns ÍS

Björgunarfélag Akraness vinnur nú að kaupum á björgunarskipinu Gísla Jóns ÍS frá Ísafirði. Skipið er smíðað úr áli í Noregi árið 1990. Það er búið tveimur MAN aðalvélum 662kW hvor og nær skipið rúmlega 27 hnúta hraða. Togkraftur þess er rúmlega fimm tonn. Skipið er mjög vel búið til björgunarstarfa enda hefur það verið nýtt…Lesa meira

true

Fyrsta kvennamót Pílufélags Akraness

Fyrsta 501 kvennamót Pílufélags Akraness fór fram í gær í kjallara íþróttahússins við Vesturgötu. Sautján konur tóku þátt en spilað var í fjórum riðlum og útsláttarkeppni. „Viktoría stóð uppi sem sigurvegari og hlaut ekki bara glæsilegan verðlaunagrip heldur einnig gjafabréf í Kallabakaríi. Dísa tók annað sætið, ásamt silfurpening og gjafabréfi í Kallabakaríi. Það var svo…Lesa meira

true

Tæknideild lögreglunnar mætti í FSN

Ragnar Jónsson rannsóknarlögreglumaður hjá Tæknideild lögreglunnar kom í heimsókn í Fjölbrautaskóla Snæfellinga síðastliðinn fimmtudag. Hélt hann kynningu fyrir nemendur í Sakamálaáfanganum LÍFF2SA05 sem kenndur er við skólann. Í þeim áfanga eiga nemendur að kynnast grunnatriðum réttarvísinda og eru settar upp verklegar æfingar þar sem nemendur eiga að rannsaka glæpavettvang og afla sönnunargagna. Ragnar er þrautreyndur…Lesa meira

true

Elín, Eva og Ævar tilnefnd fyrir bækur sína

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Blóðdropans, íslensku glæpasagnaverðlaunanna, voru kynntar í Eddu – húsi íslenskunnar, í síðustu viku. Verðlaun þessi eru í fjórum flokkum og kemur í ljós í febrúar hverjir hreppa hnossið. Nefna má að meðal tilnefninga til Blóðdropans er bók Evu Bjargar Ægisdóttur, Allar litlu lygarnar. Þá er í flokki barna- og ungmennabóka…Lesa meira

true

Búið er að setja upp golfhermi í Grundarfirði

Grundfirskir golfiðkendur geta glaðst yfir framtakssemi eigenda flutningafyrirtækisins Ragnars og Ásgeirs ehf en þeir hafa nýverið sett upp glæsilegan golfhermi á athafnasvæði fyrirtækisins. Nú er hægt að æfa sveifluna við frábærar aðstæður yfir vetrartímann og þegar ekki viðrar til æfinga utan dyra. Golfhermirinn var opnaður föstudaginn 5. desember en þá var áhugasömum boðið að koma…Lesa meira

true

Árlegur jólamarkaður Lionsklúbbs Grundarfjarðar

Síðastliðinn fimmtudag var sannkölluð jólastemning í Grundarfirði. Þá voru verslanir með lengri opnunartíma og gátu Grundfirðingar tekið sér kvöldgöngutúr og kíkt í verslanir eitthvað fram eftir kvöldi. Í Sögumiðstöðinni var Lionsklúbbur Grundarfjarðar búinn að koma sér fyrir þar sem boðið var uppá heitt kakó og ristaðar möndlur. Einnig var hægt að kaupa ýmislegt góðgæti fyrir…Lesa meira

true

Skagamenn réðu ekki við Stólana

Eftir stutt landsleikjahlé hélt ÍA norður fyrir heiðar á föstudaginn og mætti Tindastóli á Sauðárkróki í Bónusdeild karla í körfunni. Heimamenn fóru heldur betur af stað og komust í 9-3 eftir rúmar tvær mínútur. Skagamenn svöruðu þá fyrir sig og fengu nokkur góð færi meðal annars úr þriggja stiga körfunum sem sumar rötuðu niður. Varnarleikur…Lesa meira

true

Hafa ekið milljón kílómetra á rafmagni

Fyrsta lögregluembættið í Evrópu til að kaupa Tesla Y til löggæslustarfa Í byrjun þessa mánaðar fagnaði Lögreglan á Vesturlandi þeim áfanga að hafa ekið lögreglubifreiðum sínum alls milljón kílómetra á rafmagni. „Er þetta sérstakt fagnaðarefni þar sem Lögreglan á Vesturlandi er eina lögregluembættið á landinu sem er komið með öll fimm grænu skref Umhverfisstofnunar. Akstur…Lesa meira