Myndin sýnir þau sem tilnefnd voru í flokki barna- og unglingabóka. Ljósm. ruv.is/ Ragnar Visage

Elín, Eva og Ævar tilnefnd fyrir bækur sína

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Blóðdropans, íslensku glæpasagnaverðlaunanna, voru kynntar í Eddu - húsi íslenskunnar, í síðustu viku. Verðlaun þessi eru í fjórum flokkum og kemur í ljós í febrúar hverjir hreppa hnossið. Nefna má að meðal tilnefninga til Blóðdropans er bók Evu Bjargar Ægisdóttur, Allar litlu lygarnar. Þá er í flokki barna- og ungmennabóka tilnefnd bókin Skólastjórinn eftir Ævar Þór Benediktsson og myndsreytt af Elínu Elísabet Einarsdóttur.