Guðmundur Pálsson og Salbjörg Nóadóttir sáu um að rista möndlur og hita kakó fyrir gesti. Ljósm. tfk

Árlegur jólamarkaður Lionsklúbbs Grundarfjarðar

Síðastliðinn fimmtudag var sannkölluð jólastemning í Grundarfirði. Þá voru verslanir með lengri opnunartíma og gátu Grundfirðingar tekið sér kvöldgöngutúr og kíkt í verslanir eitthvað fram eftir kvöldi. Í Sögumiðstöðinni var Lionsklúbbur Grundarfjarðar búinn að koma sér fyrir þar sem boðið var uppá heitt kakó og ristaðar möndlur. Einnig var hægt að kaupa ýmislegt góðgæti fyrir jólin ásamt því að hlusta á undurfagran flutning á nokkrum jólalögum. Jólasveinninn kom svo í heimsókn og gladdi yngstu gestina með skrípalátum.