
Björgunarskipið Gísli Jóns ÍS. Ljósm. Björgunarfélag Ísafjarðar
Björgunarfélag Akraness kannar kaup á Gísla Jóns ÍS
Björgunarfélag Akraness vinnur nú að kaupum á björgunarskipinu Gísla Jóns ÍS frá Ísafirði. Skipið er smíðað úr áli í Noregi árið 1990. Það er búið tveimur MAN aðalvélum 662kW hvor og nær skipið rúmlega 27 hnúta hraða. Togkraftur þess er rúmlega fimm tonn. Skipið er mjög vel búið til björgunarstarfa enda hefur það verið nýtt með góðum árangri til björgunarstarfa við Vestfirði allt frá því að það var keypt til landsins árið 2019. Nýlega kom til Ísafjarðar björgunarskipið Guðmundur í Tungu, nýsmíði frá Finnlandi sem leysir Gísla Jóns af hólmi.