
F.v. Ásgeir Ragnarsson, Heimir Þór Ásgeirsson, Aldís Ásgeirsdóttir, Ásgeir Þór Ásgeirsson og Þórey Jónsdóttir eigendur Ragnars og Ásgeirs ehf. Ljósm. tfk
Búið er að setja upp golfhermi í Grundarfirði
Grundfirskir golfiðkendur geta glaðst yfir framtakssemi eigenda flutningafyrirtækisins Ragnars og Ásgeirs ehf en þeir hafa nýverið sett upp glæsilegan golfhermi á athafnasvæði fyrirtækisins. Nú er hægt að æfa sveifluna við frábærar aðstæður yfir vetrartímann og þegar ekki viðrar til æfinga utan dyra.