
Á fundi Byggðarráðs Borgarbyggðar í gær voru kynntar kostnaðartölur vegna undirbúningsvinnu við nýsamþykkta sameiningu sveitarfélagsins við Skorradalshrepp. Kostnaðurinn er nú kominn í um 35 milljónir króna. Áætlað er að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga standi straum af þeim kostnaði. Þá kom einnig fram að kostnaður sveitarfélagsins vegna kærumála í kjölfar sameiningarkosninga sé nú kominn í 5,3 milljónir króna.…Lesa meira








