Fréttir
Stjórnsýsluhúsið í Búðardal.

Unnið að uppbyggingu skammtímadvalar fyrir fötluð börn

Samráðshópur stjórnenda í velferðarþjónustu á Vesturlandi hefur að undanförnu kannað möguleika á sameiginlegum rekstri á skammtímadvöl fyrir börn og ungmenni með fötlun á Vesturlandi. Þroskahjálp hefur lýst yfir vilja til að koma að slíkri uppbyggingu. Málið var til umræðu hjá félagsmálanefnd Dalabyggðar í gær. Á fundinum voru lögð fram drög að viljayfirlýsingu um  uppbygginguna.