Fréttir
Félagið stóð í ströngu á þessu ári, var m.a. í forsvari fyrir Fjórðungsmót í sumar. Myndin er frá setningu mótsins þar sem fulltrúar hestamannafélaganna komu fram. Ljósm. mm

Hestamannafélagið Borgfirðingur hélt aðalfund

Hestamannafélagið Borgfirðingur hélt aðalfund sinn 27. nóvember síðastliðinn. Á dagskrá voru hefðbundin fundarstörf lögum samkvæmt en á þeim voru gerðar breytingar á fundinum. Gengu þær út á að fækka stjórnarmönnum í fimm aðalmenn og þrjá til vara en frá stofnun félagsins hafa verið átta í stjórn. Fundargerð má finna á heimasíðu félagsins.