
Unnið við endurbyggingu á uppsátrinu í Ólafsvík fyrr á þessu ári. Ljósm. úr safni/af
Talsverðar hafnar- og sjóvarnaframkvæmdir samkvæmt nýrri Samgönguáætlun
Í drögum að samgönguáætlun sem Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra kynnti í gær er gert ráð fyrir talsverðum hafnarframkvæmdum á Snæfellsnesi með framlögum úr Hafnabótasjóði. Í Ólafsvík verður Norðurbakki lengdur um 105 metra, innsigling verður dýpkuð og einnig verður dýpkað við nýju trébryggjuna.