Fréttir

true

Slakara arnarvarp en undanfarin tvö ár

Í sumar urpu að minnsta kosti 60 arnarpör en einungis er hægt að staðfesta að 36 þeirra hafi komið upp ungum. Þetta er niðurstaða af vöktun arnarins sem unnin er af Náttúrfræðistofnun í samstarfi við Náttúrustofu Vesturlands, Háskóla Íslands og heimamenn. Í tilkynningu frá Náttúrufræðistofnun kemur fram að í ár hafi 102 óðöl verið heimsótt…Lesa meira

true

Varað við hvassviðri á norðanverðu Snæfellsnesi

Gul veðurviðvörun er vegna hvassviðris á Snæfellsnesi í nótt og fyrramálið, þ.e. frá kl. 04:00 til 09:00. Á vef Veðurstofu Íslands segir að vindur verði á bilinu 18 til 23 metrar á sekúndu. Snarpar vindhviður geti þó myndast og náð yfir 35 metra á sekúndu við fjöll á norðanverðu Snæfellsnesi. Þá segir á vef Veðurstofunnar…Lesa meira

true

Partýbingó blakdeildarinnar

Blakdeild Ungmennafélag Grundarfjarðar stóð fyrir partýbingói sl. laugardagskvöld. Þá voru spilaðir nokkrir bingóleikir, dregið úr happadrættismiðum og farið með gamanmál. Leikmenn meistaraflokks kvenna sáu alfarið um skemmtunina og fór allur ágóði af kvöldinu í rekstur. Góð mæting var á bingóið enda fjöldinn allur af veglegum vinningum í boði. Einnig var uppboð á treyju Önnu Maríu…Lesa meira

true

Grundaskólanemar söfnuðu rúmri milljón fyrir Malaví

Nýverið héldu nemendur og skólasamfélag Grundaskóla á Akranesi árlegan góðgerðadag þar sem haldinn var markaður til stuðnings hjálparstarfs RKÍ í Malaví. Dagurinn er undir heitinu „Breytum krónum í gull.“ Búið er að leggja inn á RKÍ afrakstur góðgerðardagsins en alls söfnuðust 1.029.939 krónur. Frá upphafi hefur skólinn styrkt hjálparstarf RKÍ í Malaví um rétt tæpar…Lesa meira

true

Ung skáld á Vesturlandi láta til sín taka

Úrslit kynnt í ljóðasamkeppni Júlíönu og Barnó Niðurstöður í ljóðasamkeppni Júlíönu – hátíðar sögu og bóka í Stykkishólmi og Barnó – Best, mest, vest liggja nú fyrir. „Ljóst er að skáldagyðjan hefur heimsótt ungu ljóðasmiðina á Vesturlandi af miklum krafti. Keppnin, sem opin var öllum nemendum á mið- og unglingastigi grunnskólanna í landshlutanum, vakti góð…Lesa meira

true

Prestur í Stafholti verði jafnframt afleysingaprestur

Biskup Íslands hefur nú auglýst laust til umsóknar starf prests við Borgarfjarðarprestakall í Vesturlandsprófastsdæmi; „með sérstakar skyldur við prófastsdæmið og við Hvamms,- Norðtungu- og Stafholtssóknir í Borgarfjarðarprestakalli,“ eins og segir í auglýsingunni. Auk þess að þjóna sem prestur, með búsetu í Stafholti, mun starfinu jafnframt fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem…Lesa meira

true

Jólaljósin tendruð í Stykkishólmi í kvöld

Í dag verða ljósin á jólatrénu í Hólmgarði í Stykkishólmi tendruð við hátíðlega athöfn. „Viðburðurinn hefst kl. 18:00 og verður með hefðbundnu sniði. Kvenfélagið selur heitt súkkulaði og smákökur, nemendur fyrsta bekkjar tendra ljósin og hver veit nema nokkrir rauðklæddir láti sjá sig. Nemendur í þriðja bekk grunnskólans fóru nú á dögunum í Sauraskóg og…Lesa meira

true

Íbúðir í Húsi kynslóðanna fara í sölu á morgun

Eins og sjá má í auglýsingu frá Nes fasteignasölu í síðasta Skessuhorni stendur til að á morgun, þriðjudaginn 25. nóvember klukkan 14:00, verði hægt að gera tilboð í kaup á íbúðum í Húsi kynslóðanna við Borgarbraut 63 í Borgarnesi. Á neðstu hæð hússins verða nemendagarðar fyrir Menntaskóla Borgarfjarðar en á efri þremur hæðum verða alls…Lesa meira

true

Bæjarráð skorar á stjórnvöld að fá ákvörðun ESB hnekkt

Á fund bæjarráðs Akraneskaupstaðar síðastliðinn fimmtudag kom sem gestur Álfheiður Ágústsdóttir forstjóri Elkem Íslands og fór yfir stöðu fyrirtækisins í kjölfar verndartolla ESB. Í kjölfar heimsóknarinnar samþykkti bæjarráð eftirfarandi bókun: „Bæjarráð Akraneskaupstaðar lýsir yfir vonbrigðum með niðurstöðu Evrópusambandsins um að leggja verndartolla á framleiðslu Elkem á Grundartanga. Bæjarráð skorar á stjórnvöld að vinna áfram af…Lesa meira

true

Skallagrímur vann en Snæfell tapaði

Sjöunda umferð 1. deildar karla í körfuknattleik fór fram á föstudaginn. Skallagrímsmenn fengu botnlið Þórs frá Akureyri í heimsókn. Gestirnir fóru betur af stað í leiknum og að loknum fyrsta leikhluta voru þeir yfir með 22 stigum gegn 19 stigum heimamanna. Í öðrum leikhluta náðu heimamenn að klóra aðeins í bakkann en voru samt einu…Lesa meira