
Þær Lilja Dóra, Silja og Gréta sáu um bingóið og fóru með gamanmál á milli. Mátti oft heyra hlátrasköll úr salnum. Ljósm. tfk
Partýbingó blakdeildarinnar
Blakdeild Ungmennafélag Grundarfjarðar stóð fyrir partýbingói sl. laugardagskvöld. Þá voru spilaðir nokkrir bingóleikir, dregið úr happadrættismiðum og farið með gamanmál. Leikmenn meistaraflokks kvenna sáu alfarið um skemmtunina og fór allur ágóði af kvöldinu í rekstur. Góð mæting var á bingóið enda fjöldinn allur af veglegum vinningum í boði. Einnig var uppboð á treyju Önnu Maríu Reynisdóttur en hún hefur verið lykilmaður í liðinu til fjölda ára. Sala treyjunnar gekk að vonum en bjóðendur sameinuðust um kaupin og greiddu 415 þúsund krónur fyrir hana.