
Skallagrímur vann en Snæfell tapaði
Sjöunda umferð 1. deildar karla í körfuknattleik fór fram á föstudaginn. Skallagrímsmenn fengu botnlið Þórs frá Akureyri í heimsókn. Gestirnir fóru betur af stað í leiknum og að loknum fyrsta leikhluta voru þeir yfir með 22 stigum gegn 19 stigum heimamanna. Í öðrum leikhluta náðu heimamenn að klóra aðeins í bakkann en voru samt einu stigi undir í hálfleik 45-46. Það var síðan í þriðja leikhluta sem heimamenn í Skallagrími náðu afgerandi forystu í leiknum þegar þeir skoruðu 25 stig gegn aðeins 9 stigum gestanna. Fjórði leikhluti var í meira jafnvægi en leiknum lauk með sigri Skallagríms sem skoraði 100 stig gegn 88 stigum gestanna.