
Prestur í Stafholti verði jafnframt afleysingaprestur
Biskup Íslands hefur nú auglýst laust til umsóknar starf prests við Borgarfjarðarprestakall í Vesturlandsprófastsdæmi; „með sérstakar skyldur við prófastsdæmið og við Hvamms,- Norðtungu- og Stafholtssóknir í Borgarfjarðarprestakalli,“ eins og segir í auglýsingunni. Auk þess að þjóna sem prestur, með búsetu í Stafholti, mun starfinu jafnframt fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna og önnur kirkjuleg stjórnvöld. Þetta er því nýmæli. Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að niðurstaða um ráðningu liggur fyrir. Umsóknarfrestur er til 5. desember.