Fréttir
Merktur haförn á flugi. Ljósm. úr safni / af

Slakara arnarvarp en undanfarin tvö ár

Í sumar urpu að minnsta kosti 60 arnarpör en einungis er hægt að staðfesta að 36 þeirra hafi komið upp ungum. Þetta er niðurstaða af vöktun arnarins sem unnin er af Náttúrfræðistofnun í samstarfi við Náttúrustofu Vesturlands, Háskóla Íslands og heimamenn. Í tilkynningu frá Náttúrufræðistofnun kemur fram að í ár hafi 102 óðöl verið heimsótt og voru 74 þeirra setin. Varpárangur var talsvert lakari en árin 2023 og 2024 þegar 43 pör komu upp ungum bæði árin. Eins og áður sagði tókst 36 pörum í sumar að koma upp að minnsta kosti 49 ungum, þar af voru 47 þeirra merktir í 34 hreiðrum. Fjöldi para er ekki ósvipaður árinu 2022 þegar 58 pör urpu en einungis 27 þeirra komu upp 38 ungum.