Fréttir

true

Undur Snæfellsjökulsþjóðgarðs er ný grunnsýning á Hellissandi

Vel var mætt í Þjóðgarðsmiðstöðina á Hellissandi síðastliðinn laugardag en þá var formleg opnun nýrrar grunnsýningar. Nefnist sýningin Undur Snæfellsjökulsþjóðgarðs. Opnun sýningarinnar markar tímamót í starfi þjóðgarðsins. Gestir hlýddu á erindi og söng Skólakórs Snæfellsbæjar. „Við bjóðum öll hjartanlega velkomin í heimsókn til okkar alla daga þar sem starfsfólk þjóðgarðsins tekur vel á móti ykkur,“…Lesa meira

true

Göngufólki bjargað úr sjálfheldu á tveimur stöðum í gær

Síðdegis í gær bárust björgunarsveitum á Vesturlandi útköll vegna fólks sem hafði lagt í fjallgöngur og lent í vandræðum á tveimur fjöllum á svipuðum tíma. Rétt um þrjúleytið voru björgunarsveitir í Borgarfirði og Akranesi kallaðar út vegna tveggja göngumanna sem lagt höfðu á Skessuhorn. Um þrjátíu mínútum síðar voru svo björgunarsveitir af Snæfellsnesi kallaðar út…Lesa meira

true

Fjölbrautaskóli Vesturlands talvert innan fjárheimilda

Á tímum síbylju um framúrkeyrslu opinberra stofnana í fjárheimildum sínum vekur það óneitanlega talsverða athygli þegar dæmi sjást um hið gagnstæða. Mennta- og barnamálaráðuneytið sendi á dögunum fjárlaganefnd Alþingis svör við nokkrum spurningum nefndarinnar um fjármál framhaldssskóla. Meðal þess sem nefndin óskaði svara við var yfirlit yfir stöðu framhaldsskólanna gagnvart fjárheimildum áranna 2023-2024. Á árinu…Lesa meira

true

Og vóðu blámans hyl

Hann Vilhjálmur Hjörleifsson á Varmalandi var í gærkveldi á heimleið úr höfuðborginni. Kominn út í dulúðugt myrkur dreifbýlisins kviknuðu allt í einu Norðurljós á himni og náði Villi þessari bráðgóðu mynd úr ökumannssætinu. Hann rifjar upp kvæði eftir Jóhannes úr Kötlum: Þá kviknaði allt í einu snöggt á undralampans kveik. Og sjá, hin björtu blysin…Lesa meira

true

Toska fríkaði út – myndasyrpa

Tónlistarskólinn á Akranesi fagnaði 70 ára afmæli fyrr í þessum mánuði. Af því tilefni var blásið til tveggja afmælistónleika í Tónbergi síðastliðinn föstudag, undir heitinu Toska fríkar út! Þar komu fram starfsmenn skólans og nemendur á afar breiðu aldursbili. Flutt voru Skagalög í bland við aðra tónlist. Söngvarar komu fram með öllum atriðum og misjafnlega…Lesa meira

true

Menntamálaráðuneytið afar ósátt við Morgunblaðið

Í tilkynningu sem var að berast frá mennta- og barnamálaráðuneytinu er samskiptum þess við fréttastofu Morgunblaðsins lýst. Þar segir: „Í frétt Morgunblaðsins á fimmtudag er gefið til kynna að mennta- og barnamálaráðherra hafi sagt ósatt þegar hann vitnaði í nýjar niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknirnar þess efnis að vímuefnaneysla ungmenna hefði ekki aukist. Þar með gefur fjölmiðillinn…Lesa meira

true

Björgunarfélag Akraness í 25 ár – myndir frá opnu húsi

Síðdegis í gær var opið hús hjá Björgunarfélagi Akraness í tilefni 25 ára starfsafmælis félagsins. Íbúum og öðrum gestum var boðið að kíkja í heimsókn, skoða tæki og búnað en ekki síður að þiggja kaffisopa, kleinur og spjall við björgunarsveitarfólk. Ljósmyndari Skessuhorns leit við á Kalmansvöllum 2 sem og fjölmargir aðrir.Lesa meira

true

Stór stund þegar Skagamenn unnu sinn fyrsta sigur í höllinni

Á föstudaginn mættust lið ÍA og ÍR í Bónus deild karla í AvAir höllinni á Akranesi. Mikiðvar í húfi fyrir heimamenn þar sem þeir gátu með sigri jafnað ÍR og Stjörnuna að stigum í 8. – 10. sæti deildarinnar. ÍR-ingar eygðu hins vegar tækifæri á því að jafna við liðin sem voru um miðbik deildarinnar.…Lesa meira

true

Opið hús hjá Björgunarfélagi Akraness í dag

Í tilefni þess af því að Björgunarfélag Akraness fagnar 25 ára starfsafmæli sínu á þessu ári býður félagið íbúum og öðrum gestum í heimsókn síðdegis í dag kl. 16-18 í Björgunarmiðstöðina við Kalmansvelli 2 á Akranesi. Þar mun björgunarsveitarfólk sýna aðstöðuna, búnaðinn og segja frá starfinu. Allir velkomnir!Lesa meira

true

Átta verkefni hljóta styrk úr Hvatasjóði UMFÍ

Hvatasjóður íþróttahreyfingarinnar hefur úthlutað 52 styrkjum á landsvísu að andvirði 27,8 milljónir króna. Í Hvatasjóðinn geta sótt stuðning íþróttahéruð ÍSÍ og UMFÍ, íþróttafélög og deildir innan ÍSÍ og UMFÍ, sérsambönd í samstarfi við íþróttahéruð, félög eða deildir félaga. Átta verkefni á Vesturlandi hlutu styrk að þessu sinni, alls 4,1 milljón króna. Flesta styrki úr Hvatasjóðnum…Lesa meira