
Toska fríkaði út – myndasyrpa
Tónlistarskólinn á Akranesi fagnaði 70 ára afmæli fyrr í þessum mánuði. Af því tilefni var blásið til tveggja afmælistónleika í Tónbergi síðastliðinn föstudag, undir heitinu Toska fríkar út! Þar komu fram starfsmenn skólans og nemendur á afar breiðu aldursbili. Flutt voru Skagalög í bland við aðra tónlist. Söngvarar komu fram með öllum atriðum og misjafnlega stórar hljómsveitir að baki þeim. Flosi Einarsson var hljómsveitarstjóri en kynnir var Halli Melló. Létti hann mjög stemninguna milli þess að stillt var upp fyrir næsta atriði. Skemmtunin var frábær og fullt í salnum á þeim tónleikum sem ljósmyndari Skessuhorns leit við á. Myndirnar fá að tala sínu máli.