Fréttir
Þær Belinda, Birna og Ingibjörg voru í góðum gír. Ljósmyndir: Kolla Ingvars

Björgunarfélag Akraness í 25 ár – myndir frá opnu húsi

Síðdegis í gær var opið hús hjá Björgunarfélagi Akraness í tilefni 25 ára starfsafmælis félagsins. Íbúum og öðrum gestum var boðið að kíkja í heimsókn, skoða tæki og búnað en ekki síður að þiggja kaffisopa, kleinur og spjall við björgunarsveitarfólk. Ljósmyndari Skessuhorns leit við á Kalmansvöllum 2 sem og fjölmargir aðrir.