
Dibaji Walker er kominn nýr í Skagaliðið. Þarf að passa villurnar.
Stór stund þegar Skagamenn unnu sinn fyrsta sigur í höllinni
Á föstudaginn mættust lið ÍA og ÍR í Bónus deild karla í AvAir höllinni á Akranesi. Mikiðvar í húfi fyrir heimamenn þar sem þeir gátu með sigri jafnað ÍR og Stjörnuna að stigum í 8. – 10. sæti deildarinnar. ÍR-ingar eygðu hins vegar tækifæri á því að jafna við liðin sem voru um miðbik deildarinnar. Skagamenn tefldu fram Dibaji Walker, nýjum bandarískum leikmanni sem kom til liðsins eftir að Ármenningar létu hann frá sér fyrir stuttu.