Íþróttir

Átta verkefni hljóta styrk úr Hvatasjóði UMFÍ

Hvatasjóður íþróttahreyfingarinnar hefur úthlutað 52 styrkjum á landsvísu að andvirði 27,8 milljónir króna. Í Hvatasjóðinn geta sótt stuðning íþróttahéruð ÍSÍ og UMFÍ, íþróttafélög og deildir innan ÍSÍ og UMFÍ, sérsambönd í samstarfi við íþróttahéruð, félög eða deildir félaga. Átta verkefni á Vesturlandi hlutu styrk að þessu sinni, alls 4,1 milljón króna. Flesta styrki úr Hvatasjóðnum nú hlutu verkefni iðkenda með fötlun, eða 21 verkefni. Níu verkefni tengjast iðkendum af tekjulægri heimilum og fjögur verkefni iðkendum með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. Átján verkefni tengjast öðru en áhersluflokkunum þremur eða þá að fleiri en einn áhersluflokkur sé í verkefninu.