Fréttir

Og vóðu blámans hyl

Hann Vilhjálmur Hjörleifsson á Varmalandi var í gærkveldi á heimleið úr höfuðborginni. Kominn út í dulúðugt myrkur dreifbýlisins kviknuðu allt í einu Norðurljós á himni og náði Villi þessari bráðgóðu mynd úr ökumannssætinu. Hann rifjar upp kvæði eftir Jóhannes úr Kötlum:

Þá kviknaði allt í einu snöggt

á undralampans kveik.

Og sjá, hin björtu blysin Guðs

sér brugðu í fagran leik.

Þau þutu víða vegu geims

og vóðu blámans hyl

og leifturhraðar litasveiflur

lýstu jarðar til.