
Undur Snæfellsjökulsþjóðgarðs er ný grunnsýning á Hellissandi
Vel var mætt í Þjóðgarðsmiðstöðina á Hellissandi síðastliðinn laugardag en þá var formleg opnun nýrrar grunnsýningar. Nefnist sýningin Undur Snæfellsjökulsþjóðgarðs. Opnun sýningarinnar markar tímamót í starfi þjóðgarðsins. Gestir hlýddu á erindi og söng Skólakórs Snæfellsbæjar. „Við bjóðum öll hjartanlega velkomin í heimsókn til okkar alla daga þar sem starfsfólk þjóðgarðsins tekur vel á móti ykkur,“ segir í tilkynningu frá þjóðgarðinum.