Fréttir

Fjölbrautaskóli Vesturlands talvert innan fjárheimilda

Á tímum síbylju um framúrkeyrslu opinberra stofnana í fjárheimildum sínum vekur það óneitanlega talsverða athygli þegar dæmi sjást um hið gagnstæða. Mennta- og barnamálaráðuneytið sendi á dögunum fjárlaganefnd Alþingis svör við nokkrum spurningum nefndarinnar um fjármál framhaldssskóla. Meðal þess sem nefndin óskaði svara við var yfirlit yfir stöðu framhaldsskólanna gagnvart fjárheimildum áranna 2023-2024.